#225 Napóleonsskjölin með Vivian Ólafs

Leikkonan Vivian Ólafsdóttir lék eitt aðalhlutverkanna í grín/spennumyndinni Leynilöggan árið 2021 og lék aðalhlutverkið í hryllingsmyndinni It Hatched sem kom út árið 2022.   Nú fyrir stuttu kom út hennar nýjasta mynd en það er spennumyndin Napóleonsskjölin sem byggð er á samnefndri skáldsögu eftir Arnald Indriðason en í myndinni leikur Vivian aðalhlutverkið. Hafsteinn fékk Vivian til sín í skemmtilegt spjall og spurði hana aðeins út í þessa íslensku stórmynd.   Þátturinn er í boði Sambíóanna, Subway og Popp Smells frá Nóa Síríus.

Om Podcasten

Podcast þar sem Hafsteinn Sæmundsson fær alls konar fólk til sín og spjallar við það um lífið og bíómyndir. Nýr þáttur alla miðvikudaga.