#232 Bíótöfrar með Jóhanni Leplat

Jóhann Leplat Ágústsson, stofnandi Facebook grúppunnar Kvikmyndaáhugamenn og Hafsteinn Sæmundsson, stjórnandi Bíóblaðurs, hafa í samstarfi við Sambíóin Kringlunni stofnað glænýjan bíóklúbb sem kallast Bíótöfrar.   Markmið klúbbsins er að skapa jákvæða kvikmyndaumræðu og planið er að sýna eldri myndir í Sal 1 í Sambíóunum Kringlunni, einu sinni til tvisvar sinnum í mánuði.   Strákarnir ræða þennan spennandi klúbb, helstu markmið og drauma, hvaða kvikmyndir þeir sjá fyrir sér að sýna í framtíðinni og hversu spenntir þeir eru fyrir fyrstu sýningunni sem verður fimmtudaginn 30. mars.   Þátturinn er í boði Sambíóanna, Subway og Popp Smells frá Nóa Síríus.

Om Podcasten

Podcast þar sem Hafsteinn Sæmundsson fær alls konar fólk til sín og spjallar við það um lífið og bíómyndir. Nýr þáttur alla miðvikudaga.