#238 Topp 10 með Marteini Gunnars

Marteinn Úlfur Gunnarsson er 22 ára gamall áhættuleikari sem hlotið hefur herþjálfun í Bandaríkjunum. Marteinn er einnig mikill kvikmyndaáhugamaður og hann mætti til Hafsteins með sinn topp 10 lista.   Í þættinum ræða þeir meðal annars þessa miklu stríðsdellu sem Marteinn er með, hvernig herþjálfunin var, hvernig Marteinn endaði á að starfa sem áhættuleikari, hversu mikið hann elskar stríðsmyndir, hver er hans uppáhaldsbyssa sem hann hefur skotið úr, sverðið sem Marteinn á úr myndinni Kingdom of Heaven, af hverju sumir yfirmenn voru með Thompson vélbyssur í seinni heimsstyrjöldinni og margt, margt fleira.   Þátturinn er í boði Sambíóanna, Subway og Popp Smells frá Nóa Síríus.

Om Podcasten

Podcast þar sem Hafsteinn Sæmundsson fær alls konar fólk til sín og spjallar við það um lífið og bíómyndir. Nýr þáttur alla miðvikudaga.