#243 Bransaspjall með Ahd Tamimi

Ahd Tamimi er leikari sem hefur bæði leikið á sviði, í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Ahd lærði leiklist í Skotlandi en fyrir utan það að vinna í bransanum þá er Ahd líka grjótharður kvikmyndaáhugamaður.   Hann kíkti til Hafsteins og sagði honum aðeins frá sínum bakgrunni og hvernig það var að læra leiklist í Skotlandi. Strákarnir ræða einnig Marvel, Woke fyrirbærið og gagnrýnina sem hefur fylgt því, hversu mikið Ahd elskar The Descent og Buffy the Vampire Slayer, hvort method leikur sé sniðugur og margt, margt fleira.   Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.

Om Podcasten

Podcast þar sem Hafsteinn Sæmundsson fær alls konar fólk til sín og spjallar við það um lífið og bíómyndir. Nýr þáttur alla miðvikudaga.