#244 Fire and Blood: Part I með Aroni Andra

Í tilefni þess að HBO hefur gefið út risa seríurnar Game of Thrones og House of the Dragon, þá datt Hafsteini í hug að fjalla aðeins um þennan merkilega heim. Fire and Blood er skáldsaga eftir George R.R. Martin sem fjallar um Targaryen fjölskylduna og hvernig hún náði völdum í Westeros.    Aron Andri er mikill fantasíu áhugamaður og hefur lesið heilan helling af fantasíu bókum og Hafsteini fannst upplagt að fá hann til sín og ræða þessa risa bók.   Í þessum fyrri hluta ræða strákarnir meðal annars Aegon, fyrsta konung Westeros, syni hans Aenys og Maegor the Cruel, hversu öflugir drekarnir eru, Valyrian steel sverðin og margt, margt fleira.   Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.

Om Podcasten

Podcast þar sem Hafsteinn Sæmundsson fær alls konar fólk til sín og spjallar við það um lífið og bíómyndir. Nýr þáttur alla miðvikudaga.