#247 Edgar Wright: Part I með Kára og Patreki

Kári Trevor og Patrekur Thor eru ungir og spennandi kvikmyndagerðarmenn en strákarnir hafa í sameiningu gert nokkrar stuttmyndir og stefna á að gera kvikmynd í fullri lengd.   Þeir kíktu til Hafsteins til að ræða Edgar Wright og hans myndir. Í þessum fyrri hluta ræða strákarnir hinn svokallaða Cornetto þríleik en það eru myndirnar Shaun of the Dead, Hot Fuzz og The World’s End.   Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.

Om Podcasten

Podcast þar sem Hafsteinn Sæmundsson fær alls konar fólk til sín og spjallar við það um lífið og bíómyndir. Nýr þáttur alla miðvikudaga.