#252 DC vs. Marvel 2 með Gumma, Ragga, Fannari og Ara

Ofurhetjusérfræðingarnir Gummi Sósa, Raggi Ólafs, Fannar Gilberts og Ari Ólafs kíktu til Hafsteins til að ræða bardaga upp á líf og dauða milli DC karaktera og Marvel karaktera. Hafsteinn setti saman fimm bardaga þar sem DC karakter keppir við Marvel karakter. Strákarnir reyna síðan í sameiningu að finna út hvor myndi vinna bardagann.   Í þættinum ræða þeir meðal annars hvort Doomsday myndi vinna Hulk, hvort öskrið hjá Black Canary væri nóg til að rústa Gamora, hvort Bane næði að kremja hausinn á Kraven og margt fleira.   Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.

Om Podcasten

Podcast þar sem Hafsteinn Sæmundsson fær alls konar fólk til sín og spjallar við það um lífið og bíómyndir. Nýr þáttur alla miðvikudaga.