#255 Christopher Nolan: Part II með Óla, Mána og Teiti
Christopher Nolan er einn merkilegasti og vinsælasti kvikmyndagerðarmaður okkar tíma. Kvikmyndasérfræðingarnir Óli Bjarki, Máni Freyr og Teitur Magnússon kíktu til Hafsteins til að ræða Nolan og hans kvikmyndir. Í þessum öðrum hluta ræða þeir meðal annars myndirnar Dunkirk, Interstellar, Inception, hvernig Tarantino telur að leikstjórar eigi að hætta fyrr frekar en seinna og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.