#256 Bíóspjall með Bomarz

Bjarki Ómarsson, betur þekktur sem Bomarz, er tónlistarmaður og upptökustjóri. Bomarz er einnig mikill kvikmyndaáhugamaður og hann kíkti til Hafsteins í fjölbreytt og skemmtilegt spjall um bíómyndir og sjónvarpsþætti.   Í þættinum ræða þeir meðal annars hvort Christopher Nolan sé ofmetinn leikstjóri, hversu leiðinleg Oppenheimer er, hvort James Bond eigi að vera ljóshærður, af hverju Batman myndirnar gerast alltaf í nútímanum, hvort Friends sé betri sería en Seinfeld, hvernig poppbransinn hefur þróast, hversu mikið Bomarz elskar 80’s myndir og margt, margt fleira.   Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.

Om Podcasten

Podcast þar sem Hafsteinn Sæmundsson fær alls konar fólk til sín og spjallar við það um lífið og bíómyndir. Nýr þáttur alla miðvikudaga.