#257 Stunts með Immu Helgu

Imma Helga er áhættuleikari, MMA keppandi og margfaldur Íslandsmeistari í hnefaleikum. Hún hefur unnið mikið við áhættuleik síðastliðin ár en stunt bransinn á Íslandi hefur stækkað gríðarlega á stuttum tíma.   Imma Helga hefur bæði unnið mikið við íslenska kvikmynda/sjónvarpsþátta framleiðslu en einnig hefur hún tekið þátt í erlendum verkefnum sem hafa verið tekin upp hér á landi.   Imma kíkti til Hafsteins og sagði honum meðal annars frá sínum bakgrunni í bardagaíþróttum, hver er besta sjálfsvörnin, hvernig hún hefur sérhæft sig sérstaklega í háum föllum, þegar hún slasaðist mikið við tökur á hryllingsmyndinni Dead Snow 2, hversu gott er að vinna með Jóni Viðari en þau reka fyrirtækið Icelandic Stunts saman og hversu flottur áhættuleikari Jackie Chan er.   Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.

Om Podcasten

Podcast þar sem Hafsteinn Sæmundsson fær alls konar fólk til sín og spjallar við það um lífið og bíómyndir. Nýr þáttur alla miðvikudaga.