#265 Íþróttir með Snævari Sölva

Snævar Sölvi Sölvason er kvikmyndagerðarmaður sem hefur gert indie kvikmyndir á borð við Albatross og Eden. Snævar er nýbúinn að gera sjónvarpsseríu fyrir RÚV sem heitir Skaginn en serían fjallar um fótboltalið ÍA og þeirra sigurgöngu á árunum 1992 til 1996.   Snævar kíkti til Hafsteins til að ræða seríuna og íþróttamyndir. Strákarnir ræða meðal annars myndirnar Happy Gilmore, The Wrestler, Raging Bull, Any Given Sunday, Free Solo og margar aðrar.   Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.

Om Podcasten

Podcast þar sem Hafsteinn Sæmundsson fær alls konar fólk til sín og spjallar við það um lífið og bíómyndir. Nýr þáttur alla miðvikudaga.