#269 2023 með Ásgeiri Kolbeins

Athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeins kíkti til Hafsteins til að ræða árið 2023. Strákarnir fara vel yfir árið og ræða meðal annars hversu þreytt þetta ofurhetjudæmi er orðið, hvort DiCaprio hafi náð að leika aumingja í Killers of the Flower Moon, hvort Barbie hafi hitt í mark hjá Ásgeiri, hversu vel heppnuð Oppenheimer var, hvort Tom Cruise ætti ekki að snúa sér að öðruvísi myndum eftir að nýja Mission Impossible floppaði, hvaða sjónvarpsseríur Ásgeir horfði á á árinu, hversu mikið strákarnir elskuðu John Wick 4 og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.

Om Podcasten

Podcast þar sem Hafsteinn Sæmundsson fær alls konar fólk til sín og spjallar við það um lífið og bíómyndir. Nýr þáttur alla miðvikudaga.