#278 Óskarinn 2024: Part I með Agli, Ísrael og Teiti
Kvikmyndaneminn Egill Andri, Óskarsverðlaunasérfræðingurinn Ísrael Daníel og kvikmyndagerðarmaðurinn Teitur Magnússon kíktu til Hafsteins til að ræða þessar tíu kvikmyndir sem eru tilnefndar sem besta mynd ársins. Í þessum fyrri hluta ræða þeir myndirnar Barbie, Maestro, Past Lives, Poor Things og The Zone of Interest. Strákarnir ræða einnig hversu vinsæl Barbie var, hvort Greta og Margot hefðu átt að vera tilnefndar fyrir leikstjórn og leik, hvort það sé skilyrði fyrir Akademíuna að lesa handritin sem eru tilnefnd og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.