#291 Beverly Hills Cop með Hansel Eagle, Kilo og Snorra

Í tilefni þess að fyrsta Beverly Hills Cop myndin fagnar 40 ára afmæli í ár og þar sem fjórða myndin er á leiðinni á Netflix, þá komu leikarinn Hansel Eagle, rapparinn Kilo og matgæðingurinn Snorri Guðmundsson til Hafsteins til að ræða þessa skemmtilegu seríu. Í þættinum ræða þeir meðal annars hversu ungur Eddie Murphy var í fyrstu myndinni, hversu gamall Taggart var í rauninni, hvort Beverly Hills Cop II sé best af þeim, hversu leiður Murphy var þegar hann gerði þriðju myndina, hvort Kilo myndi gera hvað sem er fyrir launin sem Eddie fékk fyrir þriðju myndina, hvort Eddie Murphy sé með betri feril en Adam Sandler og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash

Om Podcasten

Podcast þar sem Hafsteinn Sæmundsson fær alls konar fólk til sín og spjallar við það um lífið og bíómyndir. Nýr þáttur alla miðvikudaga.