#56 Bransaspjall með Baldvini Z

Baldvin Z er einn af okkar fremstu kvikmyndagerðarmönnum og Hafsteini fannst því mjög áhugavert að fá hann í þáttinn og spyrja hann út í ýmislegt sem tengist kvikmyndagerð. Baldvin hefur meðal annars gert bíómyndirnar Vonarstræti og Lof mér að falla. Þær slógu í gegn hjá bæði áhorfendum og gagnrýnendum.   Baldvin hefur líka unnið við sjónvarpsþáttagerð og vinnur nú að því að hefja upptökur á nýrri glæpaseríu sem kallast Svörtu Sandar.   Í þættinum segir Baldvin frá því hver fyrstu skrefin eru þegar hann byrjar á nýju verkefni, hvernig hann skrifar með öðrum, hvað hann þurfti að gera til að komast inn í bransann, af hverju hann ásamt öðrum stofnuðu framleiðslufyrirtækið Glassriver, hvernig kvikmyndabransinn snýst mikið um að leysa vandamál og margt, margt fleira.

Om Podcasten

Podcast þar sem Hafsteinn Sæmundsson fær alls konar fólk til sín og spjallar við það um lífið og bíómyndir. Nýr þáttur alla miðvikudaga.