Þáttur 4 af 8

Staðreyndir á jörðu niðri í Palestínu og Ísrael Í þessum fjórða þætti Blóði drifinnar byggingarlistar dveljum við fyrir botni Miðjarðarhafs, í Palestínu og Ísrael. Við kynnumst jarðýtustjórnmálum og skoðum átökin á svæðinu í samhengi alþjóðastjórnmála. Við lítum á niðurrif á palestínskum menningararfi og heimilum. Við skoðum afleiðingar þessa niðurrifs og veltum fyrir okkur hvernig ísraelsk stjórnvöld réttlæta það og hvernig þau beita arkitektúr, byggingarreglugerðum og skipulagsáætlunum til að búa til svokallaðar ,,staðreyndir á jörðu niðri“ í þágu eigin málstaðar. Við förum víða um svæðið en stöldrum einkum við í hinni fornu borg Nablus þar sem við lendum m.a. í útistöðum við landtökufólk.

Om Podcasten

Í þáttunum skoðar umsjónarmaður eyðingu mannvirkja og umhverfis í átökum ólíkra hópa, á ólíkum tímum í sögunni. Við kynnumst byggingarlistinni sem táknmynd menningar og skotmarki menningarhreinsana. Við könnum hlutskipti hennar í hryðjuverkum, byltingum, landvinningastríðum og við aðskilnað samfélaga. Við kynnumst líka byggingarlistinni sjálfri. Fegurðinni. Tækninni. Notagildinu. Þessum þremur grunnstoðum arkitektúrsins sem rómverski arkitektinn og fræðimaðurinn Vítrúvíus skrifaði um á fyrstu öld fyrir Krist. Umsjón: Hilmar Hildar Magnúsarson.