Auk þess legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði

Í þessum þætti Blóði höldum við til Miðjarðarhafs fornaldar. Þar kynnum við okkur menningu og sögu Fönikíumanna í borginni Karþagó á norðurströnd Afríku. Borgin þróaðist frá 9. öld fyrir Krist og var ein mikilvægasta borg Miðjarðarhafsins þar til Rómverjar náðu tökum á svæðinu en það voru einmitt þeir sem lögðu borgina í rúst árið 146 fyrir Krist. Karþagó hefur síðan verið mörgum hugleikin og markað djúp spor menningarsögu Vesturlanda allt fram á okkar daga. Umsjón: Hilmar Hildar Magnúsarson. Lesarar í þættinum ásamt Hilmari: Júlía Margrét Einarsdóttir, Kristófer Kvaran og Sigríður Birna Valsdóttir. Tæknistjórn/samsetning: Lydía Grétarsdóttir.

Om Podcasten

Í þáttunum skoðar umsjónarmaður eyðingu mannvirkja og umhverfis í átökum ólíkra hópa, á ólíkum tímum í sögunni. Við kynnumst byggingarlistinni sem táknmynd menningar og skotmarki menningarhreinsana. Við könnum hlutskipti hennar í hryðjuverkum, byltingum, landvinningastríðum og við aðskilnað samfélaga. Við kynnumst líka byggingarlistinni sjálfri. Fegurðinni. Tækninni. Notagildinu. Þessum þremur grunnstoðum arkitektúrsins sem rómverski arkitektinn og fræðimaðurinn Vítrúvíus skrifaði um á fyrstu öld fyrir Krist. Umsjón: Hilmar Hildar Magnúsarson.