Leyndardómar gullborganna og fall Mexíkó

Í þessum þætti höldum við til nýja heimsins, Ameríku. Þar fjöllum við um leyndardóma gullborganna og skoðum menningu og byggingararfleifð Astekanna í Mexíkó. Kynnum okkur hvernig evrópskir landvinningamenn 16. aldar réðust inn í Ameríku í ofsafenginni leit sinni að gulli og grænum skógum og hvaða áhrif sú innrás hafði á líf og menningu innfæddra. Umsjón: Hilmar Hildar Magnúsarson. Lesarar í þættinum ásamt Hilmari: Júlía Margrét Einarsdóttir, Kristófer Kvaran og Sigríður Birna Valsdóttir. Tæknistjórn/samsetning: Lydía Grétarsdóttir.

Om Podcasten

Í þáttunum skoðar umsjónarmaður eyðingu mannvirkja og umhverfis í átökum ólíkra hópa, á ólíkum tímum í sögunni. Við kynnumst byggingarlistinni sem táknmynd menningar og skotmarki menningarhreinsana. Við könnum hlutskipti hennar í hryðjuverkum, byltingum, landvinningastríðum og við aðskilnað samfélaga. Við kynnumst líka byggingarlistinni sjálfri. Fegurðinni. Tækninni. Notagildinu. Þessum þremur grunnstoðum arkitektúrsins sem rómverski arkitektinn og fræðimaðurinn Vítrúvíus skrifaði um á fyrstu öld fyrir Krist. Umsjón: Hilmar Hildar Magnúsarson.