Býr Íslendingur hér?
Fjallað um bókina Býr Íslendingur hér? Minningar Leifs Muller, sem Garðar Sverrisson skráði. Þar segir Leifur frá hremmingum sínum í heimsstyrjöldinni síðari; hvernig hann var svikinn í hendur Gestapo í Noregi, fangelsaður og síðar sendur til Sachsenhausen-fangabúðanna skammt frá Berlín. Eftir að hann slapp út árið 1945 gaf hann út endurminningar sínar undir titlinum Í fangabúðum nazista, og voru þær meðal fyrstu útgefnu frásagna fanga sem lifðu af Helförina. Bók Garðars Sverrissonar kom út árið 1988 og vakti mikla athygli. Gestir þáttarins eru Gunnþórunn Guðmundsdóttir bókmenntafræðingur og Atli Þór Fanndal. Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir.