Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú?
Bók vikunnar er tvær bækur, fyrra og síðara bindi verksins Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú? eftir Hildi Hákonardóttur myndlistarkonu með meiru. Í bókunum er rakin saga 14 biskupsfrúa í Skálholti auk einnar sem aldrei varð slík, einnar á kantinum og frásagnir af danskri samtímakonu þeirrar elstu, Leonóru Kristínu Ulfeldt. Jórunn Sigurðardóttir er umsjónarmaður þáttarins og viðmælendur hennar í þættinum eru þær Erla Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur og rithöfundur og Þórunn Erlu - Valdimarsdóttir rithöfundur og sagnfræðingur.