Vistaverur

Bók vikunnar er ljóðabókin Vistarverur eftir Hauk Ingvarsson, sem hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2018. Titillinn vísar á margvíslegan hátt til viðfangsefna ljóðanna; Haukur er upptekinn af rýmunum sem við lifum og hrærumst í, allt frá herbergjum og heimilum til hins stóra vistkerfis jarðarinnar, en einnig af rýminu hið innra og þeim furðum sem þar er að finna. Í niðurstöðu dómnefndar Tómasarverðlaunanna segir að orðið vistarverur gefi til kynna tilfinningu fyrir stað og íbúa auk þess að vísa til tilvistarinnar sjálfrar og stöðu verunnar í henni. Tóntegund bókarinnar er jafnframt sögð einkennast af hógværð í bland við íhygli og kímni. Þetta er önnur ljóðabók Hauks. Sú fyrsta hét Niðurfall og þættir af hinum dularfulla Manga og kom út árið 2005. Í kjölfarið komu fræðibókin Andlitsdrættir samtíðarinnar: Síðustu skáldsögur Halldórs Laxness og skáldsagan Nóvember 1976. Gestir þáttarins eru Sólveig Ásta Sigurðardóttir bókmenntafræðingur og Þórður Helgason, íslenskufræðingur og skáld.

Om Podcasten

Rætt við gesti þáttarins um bók vikunnar. Umsjónarmenn eru Auður Aðalsteinsdóttir, Jórunn Sigurðardóttir, Jóhannes Ólafsson og Halla Harðardóttir.