#005 : Can't Hurt Me - David Goggins

Bókin Can't Hurt Me eftir David Goggins er bók sem hefur haft mikil áhrif á okkur þáttarstjórnendur. David Goggins er fyrrum Navy SEAL hermaður með ótrúlega afrekaskrá í mörgum af erfiðustu hlaupum heims, á heimsmet í upphífingum og er almennt líklega harðasti maður sem Guð hefur skapað. Bókin er æviágrip þar sem hann fer í gegnum allar þær ótrúlegu hindranir sem hann hefur þurft að yfirstíga, bæði mótlæti og líkamlegar áskoranir. Úr þessu hefur hann dregið lexíur sem hann miðlar í bókinni. Sérstakar þakkir til Sonik Tækni (www.sonik.is) sem útveguðu okkur upptökubúnað meðan öll önnur upptökuver voru lokuð. Sonik er tækjaleiga og ráðgjöf fyrir allt sem tengist hljóð og myndbúnaði.

Om Podcasten

Bókaspjall. Rætt um og farið yfir bækur í ýmsum flokkum. Saga, heimspeki, tækni, heilsa o.fl. Bókabræður eru Kolbeinn Elí Pétursson og Ómar Ómar Ágústsson.