#009 : The Happiness Hypothesis - Jonathan Haidt

Happiness Hypothesis, eða "Tilgátan um hamingju,, eins og þýðist á íslensku, er yfirgripsmikil bók sem fjallar um hamingju okkar mannanna. Hún veltir upp tildrögum óhamingju okkar og hvað það er sem veitir okkur hamingju og merkingu í lífinu með því að grafa í sögubókunum og yfirfæra kenningarnar í nútímann. Bókin er fróðleg á margan hátt. Höfundurinn ber kennsl á lykilþætti sem við getum veitt meiri athygli til að byggja upp merkingarfyllra, innihaldsríkara og hamingjusamara líf. Þátturinn er tekinn upp í Rabbrýminu í Bókasafni Hafnarfjarðar.

Om Podcasten

Bókaspjall. Rætt um og farið yfir bækur í ýmsum flokkum. Saga, heimspeki, tækni, heilsa o.fl. Bókabræður eru Kolbeinn Elí Pétursson og Ómar Ómar Ágústsson.