Áttundi þáttur

Gestir Sverris í áttunda þætti eru Eliza Reid, sem hefur skrifað hina áhugaverðu og skemmtilegu Sprakkar, bók um íslenska kvenskörunga samtímans; Benný Sif Ísleifsdóttir sem rabbaði um ógleðiskók, sveitaböll og afar líflega skáldsögu sína Djúpið; loks skaust Sverrir í ræktarsal Bókahússins og svitnaði þar ærlega á hamstrahjóli ásamt hinum síhressu kynningar- og markaðsstýrum Forlagsins, þeim Guðrúnu Norðfjörð og Emblu Ýri Teitsdóttur, sem ræddu fjölbreytileg störf sín við að koma bókum Forlagsins til lesenda úti um land allt. 

Om Podcasten

Bókahúsið er frumlegt og skemmtilegt hlaðvarp í umsjón Sverris Norland. Þar ræðir Sverrir ekki einungis við rithöfunda um nýjustu verk þeirra heldur spjallar einnig við hönnuði, bóksala, markaðsfólk, ritstjóra, sérfræðinga í hljóðbókargerð… Það krefst nefnilega samvinnu ótal handa að koma vönduðum bókum í til lesenda.