Fjórði þáttur

Sverrir Norland leiðir hlustendur um undraveröld Bókahússins. Gestir hans í fjórða þætti eru Hildur Knútsdóttir, sem hræddi úr Sverri líftóruna með nýrri hrollvekju sinni, Myrkrið á milli stjarnanna; Sindri Freyr Steinsson, sem er sérlegur hljóðbókari Forlagsins og ræddi af áhuga og þekkingu um hljóðbækur sem njóta sívaxandi vinsælda þessi misserin; loks leit inn í Bókahúsið Snæbjörn Arngrímsson, sem er margreyndur útgefandi og svolítið þjakaður rithöfundur sjálfur, að eigin sögn, en hann var að botna barnabókaþríleik sinn með hinni leikglöðu og skemmtilegu Handbók gullgrafarans. Stórskemmtilegur og fjölbreyttur þáttur!

Om Podcasten

Bókahúsið er frumlegt og skemmtilegt hlaðvarp í umsjón Sverris Norland. Þar ræðir Sverrir ekki einungis við rithöfunda um nýjustu verk þeirra heldur spjallar einnig við hönnuði, bóksala, markaðsfólk, ritstjóra, sérfræðinga í hljóðbókargerð… Það krefst nefnilega samvinnu ótal handa að koma vönduðum bókum í til lesenda.