Níundi þáttur

Gestir Sverris í níunda þætti eru Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir sem gaf á dögunum út hina hugljúfu og ákaflega vel skrifuðu minningasögu Ilmreyr; Hólmfríður Matthíasdóttir, oft kölluð Úa, sem er útgáfustjóri Forlagsins og hugar vakin og sofin að því að ilmandi nýjar bækur rati til landsmanna; loks leit inn í Bókahúsið Gunnar Theódór Eggertsson sem skrifað hefur fyrsta bindið í Furðufjalli, skemmtilegri ævintýrasögu fyrir krakka – fyrsta bindið nefnist Nornaseiður.

Om Podcasten

Bókahúsið er frumlegt og skemmtilegt hlaðvarp í umsjón Sverris Norland. Þar ræðir Sverrir ekki einungis við rithöfunda um nýjustu verk þeirra heldur spjallar einnig við hönnuði, bóksala, markaðsfólk, ritstjóra, sérfræðinga í hljóðbókargerð… Það krefst nefnilega samvinnu ótal handa að koma vönduðum bókum í til lesenda.