Þriðji þáttur

Gestir Sverris Norland í þriðja þætti Bókahússins eru þau Sigrún Pálsdóttir, sem sendir í haust frá sér skáldsöguna Dyngju, og Haukur Ingvarsson, sem gaf á dögunum út ljóðabókina Menn sem elska menn; í heimsókn kom einnig Anna Hafþórsdóttir, sem sló í gegn fyrr á árínu með skáldsögunni Að telja upp í milljón; loks litu til Sverris glæpadrottningarnar Lilja Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir. Nýjasta bók Lilju nefnist Náhvít jörð og splunkuný bók Jónínu nefnist Launsátur.

Om Podcasten

Bókahúsið er frumlegt og skemmtilegt hlaðvarp í umsjón Sverris Norland. Þar ræðir Sverrir ekki einungis við rithöfunda um nýjustu verk þeirra heldur spjallar einnig við hönnuði, bóksala, markaðsfólk, ritstjóra, sérfræðinga í hljóðbókargerð… Það krefst nefnilega samvinnu ótal handa að koma vönduðum bókum í til lesenda.