Sjötti þáttur

Sverrir Norland leiðir gesti um töfraveröld Bókahússins. Gestir hans í sjötta þætti eru Eiríkur Örn Norðdahl sem var að gefa út stórsnjalla skáldsögu sem nefnist Einlægur Önd; ljóðskáldin mælsku Eydís Blöndal og Þórdís Helgadóttir sem sendu á dögunum frá sér ljóðabækurnar Ég brotna 100% niður (Eydís) og Tanntaka (Þórdís); og loks hinn andríki Sævar Helgi Bragason, einnig þekktur sem Stjörnu-Sævar, en hann gaf nýlega út léttlestrarbókina Sólkerfið og ferðaðist af því tilefni vítt og breitt um víðáttur alheimsins með Sverri. Það er líf og fjör í Bókahúsinu þessa vikuna. 

Om Podcasten

Bókahúsið er frumlegt og skemmtilegt hlaðvarp í umsjón Sverris Norland. Þar ræðir Sverrir ekki einungis við rithöfunda um nýjustu verk þeirra heldur spjallar einnig við hönnuði, bóksala, markaðsfólk, ritstjóra, sérfræðinga í hljóðbókargerð… Það krefst nefnilega samvinnu ótal handa að koma vönduðum bókum í til lesenda.