Barcelona

Fjallað er um sérstöðu Barcelona borgar sem hefur reynst íbúum bæði blessun og bölvun. Andrúmsloft, arkitektur, viðmót heimafólks og loftslag Katalóníuhéraðs er meðal þess sem gert hefur borgina að einni vinsælustu ferðamannaborg Evrópu. Því hefur fylgt mikill vöxtur sem leitt hefur til ýmissa vandamála, sem hafa áhrif og móta viðbrögð almennings sem og stjórnvalda við ástandi þessarar einstöku borgar. Þátturinn er unninn í samstarfi við Leanne Hayman. Umsjón: Svavar Jónatansson.

Om Podcasten

Hvað skilgreinir borg og hvernig er saga hennar rituð? Borgarmyndir vefa saman fortíð, samtíð og framtíð borga og gerist þarmeð þáttakandi í að skrásetja söguna. Með frásögnum íbúa, gesta og sagnfræðinnar fær hlustandinn að kynnast borgum víðs vegar um heim frá ólíkum sjónarhornum. Umsjón hefur Svavar Jónatansson.