Basel í Sviss
Við heimsækjum forna og fræga borg sem nú er einna þekktust sem miðstöð alþjóða lyfjafyrirtækja. Á desemberdögum árið 2018 heimsótti þáttarstjórnandi Basel í Sviss, við bakka Rínarárinnar, og fræddist um forsögu borgarinnar, einstaka og óhefðbundna þróun á sviði skurðaðgerða, og áhrif ungra frumkvöðla á sæta þróun borgarinnar. Tónlist í þættinum kemur frá heimsókn í frægasta tónlistarskóla heims á sviði forntónlistar. Þátturinn er frumfluttur, en var tekinn upp í desember árið 2018. Umsjón: Svavar Jónatansson.