Bath

Forarsvað svína og holdsveiks prins varð með tímanum nyrsti angi rómverskrar baðmenningar og síðar hápunktur Georgískrar byggingarlistar. Borgin Bath hefur í nær 3000 ár mótast af einu náttúrulegu heitu ölkeldu Bretlands og þannig öðlast sérstöðu á heimsvísu sem heilsulind með lækningarmátt. Í þættinum er fjallað um forsögu borgarinnar og þróun auk þess sem rætt er við íbúa um hina ýmsu hliðar tilverunnar í hunangsgulu umhverfi þeirra. Umsjónarmaður er Svavar Jónatansson

Om Podcasten

Hvað skilgreinir borg og hvernig er saga hennar rituð? Borgarmyndir vefa saman fortíð, samtíð og framtíð borga og gerist þarmeð þáttakandi í að skrásetja söguna. Með frásögnum íbúa, gesta og sagnfræðinnar fær hlustandinn að kynnast borgum víðs vegar um heim frá ólíkum sjónarhornum. Umsjón hefur Svavar Jónatansson.