Chicago
Chicago í Illinois ríki í Bandaríkjunum er þriðja stærsta borg landsins, með um 2,7 miljón íbúa. Borgin við strendur Michiganvatns hefur síðan árið 2015 gengið í gegnum fólksfækkun, og mikla aukningu á byssuofbeldi í vissum hverfum. Í þættinum, sem tekin var upp árið 2017, er fjallað um hinar ýmsu hliðar vandamálsins, frá sjónarhóli lögreglunnar, samtaka sem berjast fyrir velferð og framtíð fyrrum gengjameðlima, sagnfræðings borgarinnar og áhrifamikils viðskiptamanns. Auk þess er fjallað um einstakan arkitektúr miðborgarinnar með fróðleiksfullri leiðsögn á milli háhýsa meðfram Chicago ánni. Umsjón: Svavar Jónatansson.