Columbus í Ohio

Í marsmánuði árið 2017 heimsótti umsjónarmaður höfuðborg Ohio, Columbus, sú 11 í röð borga á ferð sinni frá Vesturströnd Bandaríkjanna. Borgin, líkt og ríkið sjálft, ber sterk einkenni miðvesturríkjanna, nema hvað þar eru áhrif landbúnaðar meiri en víðast hvar. Fjallað er um svæði Svörtu Mýranna norðan við borgina áður en haldið er inn í gróskumikil hverfi háskólasvæðisins. Rætt er við heimafólk um nýja og gamla tíma auk þess sem við hittum fyrir íbúa sem glíma við einn helsta skaðvald í bandarísku samfélagi um þessar mundir. Umsjón: Svavar Jónatansson.

Om Podcasten

Hvað skilgreinir borg og hvernig er saga hennar rituð? Borgarmyndir vefa saman fortíð, samtíð og framtíð borga og gerist þarmeð þáttakandi í að skrásetja söguna. Með frásögnum íbúa, gesta og sagnfræðinnar fær hlustandinn að kynnast borgum víðs vegar um heim frá ólíkum sjónarhornum. Umsjón hefur Svavar Jónatansson.