Denver í Colarado

Fjallað er um Denver í Colorado ríki í Bandaríkjunum, sem síðustu 9 ár hefur mótast af hröðum íbúavexti en einna helst nýju gullæði við rætur Klettafjalla. Ólíkt upphafsárum borgarinnar á 19. öld eru verðmætin að þessu sinni græn á litin og voru fyrir fáeinum árum ólögleg vara. Við skoðum hinn unga og ört vaxandi kannabis iðnað borgarinnar auk þess að ræða við heimafólk um lífið og tilveruna í 1600 metra hæð yfir sjávarmáli. Umsjón: Svavar Jónatansson.

Om Podcasten

Hvað skilgreinir borg og hvernig er saga hennar rituð? Borgarmyndir vefa saman fortíð, samtíð og framtíð borga og gerist þarmeð þáttakandi í að skrásetja söguna. Með frásögnum íbúa, gesta og sagnfræðinnar fær hlustandinn að kynnast borgum víðs vegar um heim frá ólíkum sjónarhornum. Umsjón hefur Svavar Jónatansson.