Edinborg
Borgarmyndir heimsækja að þessu sinni Edinborg, höfuðborg Skotlands, í leit að vinnu og framtíð. Könnun borgarinnar verður í gegnum ólík starfstækifæri og innsýn þeirra sem hafa starfað á ólíkum vettvangi í borginni. Rætt verður við ölþyrstan blaðamann og rithöfund, götutónlistarmann, spákonu sem prjónar á götum úti og grasagarður borgarinnar heimsóttur, í leit þáttastjórnanda að ímyndaðri framtíð í einni fallegustu borg Evrópu. Umsjón: Svavar Jónatansson.