Edinborg

Borgarmyndir heimsækja að þessu sinni Edinborg, höfuðborg Skotlands, í leit að vinnu og framtíð. Könnun borgarinnar verður í gegnum ólík starfstækifæri og innsýn þeirra sem hafa starfað á ólíkum vettvangi í borginni. Rætt verður við ölþyrstan blaðamann og rithöfund, götutónlistarmann, spákonu sem prjónar á götum úti og grasagarður borgarinnar heimsóttur, í leit þáttastjórnanda að ímyndaðri framtíð í einni fallegustu borg Evrópu. Umsjón: Svavar Jónatansson.

Om Podcasten

Hvað skilgreinir borg og hvernig er saga hennar rituð? Borgarmyndir vefa saman fortíð, samtíð og framtíð borga og gerist þarmeð þáttakandi í að skrásetja söguna. Með frásögnum íbúa, gesta og sagnfræðinnar fær hlustandinn að kynnast borgum víðs vegar um heim frá ólíkum sjónarhornum. Umsjón hefur Svavar Jónatansson.