El Paso í Texas

Haldið er til borgarinnar El Paso í Texas ríki í Bandaríkjunum. Borgin er staðsett á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og hefur tilvera hennar að mörgu leyti verið samofin systurborg sinni, Juarez í Mexíkó, en saman mynda þær einn stærsta landamærakjarna heims með um 2.5 miljón íbúa. Rætt er við heimafólk, bæði íbúa El Paso og Juarez og fjallað um veruleikann út frá landamærunum, efnahag og margþættri forsögu sem og samtíð borganna. Þátturinn var tekinn upp í marsmánuði árið 2017. Umsjón: Svavar Jónatansson.

Om Podcasten

Hvað skilgreinir borg og hvernig er saga hennar rituð? Borgarmyndir vefa saman fortíð, samtíð og framtíð borga og gerist þarmeð þáttakandi í að skrásetja söguna. Með frásögnum íbúa, gesta og sagnfræðinnar fær hlustandinn að kynnast borgum víðs vegar um heim frá ólíkum sjónarhornum. Umsjón hefur Svavar Jónatansson.