Granada

Borgin Granada í Andalúsíuhéraði suður Spánar hefur um margra alda skeið búið yfir draumkenndum blæ. Sem fyrrum valdastóll Mára á Spáni öðlaðist borgin einstaka byggingarlist frá einu þróaðasta menningarveldi mannkynssögunnar ásamt andrúmslofti sem enn er til staðar. Í skjóli Sierra Nevada fjallanna nýtur Granada sérstöðu fortíðar Alhambra hallarinnar, vöggu Flamenco listar, en sömuleiðis veruleika samtíma, skaddaður af langvarandi efnahagskreppu. Í þættinum er fjallað um fortíð og samtíð, rætt við heimamenn, gesti og nemendur Flamenco skóla í hlíðum hins fræga Sacramonte hverfis. Umsjónarmaður er Svavar Jónatansson

Om Podcasten

Hvað skilgreinir borg og hvernig er saga hennar rituð? Borgarmyndir vefa saman fortíð, samtíð og framtíð borga og gerist þarmeð þáttakandi í að skrásetja söguna. Með frásögnum íbúa, gesta og sagnfræðinnar fær hlustandinn að kynnast borgum víðs vegar um heim frá ólíkum sjónarhornum. Umsjón hefur Svavar Jónatansson.