Grimsby (austur Lincolnshire), Bretlandi
Í þættinum er fjallað um hina víðfrægu fyrrum sjávarútvegsborg Grimsby sem er Íslendingum vel kunnug sökum þorskastríðanna. Á haustdögum 2018 var borgin sótt heim og rætt við borgarbúa um arfleið sjávarútvegarins og núverandi stöðu, en borgin hefur löngum glímt við efnahagsleg og félagsleg vandamál með tilheyrandi orðspori. Stærsti fiskmarkaður Evrópu, borgarbókasafnið, reyktur fiskur, endurheimt götu og verndunartilraunir ungs blaðamanns eru meðal efnis þáttarins.