Hull, austur Jórvík (Yorkshire)
Hull ásamt Grimsby eru líklega meðal kunnuglegustu borgarnafna Bretlands í eyrum Íslendinga sökum þorskastríðanna en í Bretlandi er gjarnan sett í samhengi við hnignandi iðnað og bágt atvinnuástand. Í þættinum þræðum við sögu fiskiflota borgarinnar sem um miðbik síðustu aldar var einn sá stærsti í heimi og var í senn grundvöllur hagsældar og fordóma. Rætt er við heimildarljósmyndarann og sagnfræðinginn Alec Gill, Nick Evans, prófesór í siglingarsögu, fyrrum togarasjómann, fólk á sviði lista auk fleiri íbúa borgarinnar um samtíma hennar. Umsjón: Svavar Jónatansson.