Los Angeles í Kaliforníu

Los Angeles hefur mótað samtíma heimsins meira en flestar aðrar borgir í gegnum kvikmyndaiðnaðinn en á sér vissulega fleiri hliðar. Í þættinum er fjallað um sögu háskólans UCLA, þróun borgarinnar, frjálslynt strandsvæði, skapandi heim hinna sjónlausu, ástand heimilisleysis og umfjöllun unglinga um eigin nærumhverfi. Fylgst er með störfum blaðamanns hjá LA Times við vinnslu stórrar fréttar um heimilisleysi, eitt stærsta málefni borgarinnar. Þátturinn var unnin við upphaf árs 2017. Umsjón: Svavar Jónatansson.

Om Podcasten

Hvað skilgreinir borg og hvernig er saga hennar rituð? Borgarmyndir vefa saman fortíð, samtíð og framtíð borga og gerist þarmeð þáttakandi í að skrásetja söguna. Með frásögnum íbúa, gesta og sagnfræðinnar fær hlustandinn að kynnast borgum víðs vegar um heim frá ólíkum sjónarhornum. Umsjón hefur Svavar Jónatansson.