San Clementine í Kaliforníu

Borg samkvæmt skilgreiningu, bær samkvæmt andrúmslofti. San Clemente hefur frá stofnun sinni á fyrri hluta 20. aldar verið samofin ljúfu lífi við hafið, auk þess að hafa verið athvarf 37. forseta Bandaríkjanna, Richards Nixon. Fjallað er um sögu borgarinnar, rætt við heimafólk ásamt því að upplifa kraft hafsins í ölduformi, en borgin er heimsfræg þegar kemur að brimbrettareið. Þátturinn var gerður í ársbyrjun 2017.

Om Podcasten

Hvað skilgreinir borg og hvernig er saga hennar rituð? Borgarmyndir vefa saman fortíð, samtíð og framtíð borga og gerist þarmeð þáttakandi í að skrásetja söguna. Með frásögnum íbúa, gesta og sagnfræðinnar fær hlustandinn að kynnast borgum víðs vegar um heim frá ólíkum sjónarhornum. Umsjón hefur Svavar Jónatansson.