Stockton í Kaliforníu

Borgin Stockton liggur við norðurenda hins mikla landbúnaðarsvæðis kennt við Central Valley í Kaliforníu. Saga Stockton er litrík og er samofin upphafi gullæðisins árið 1848. Hinsvegar hefur orðspor borgarinnar síðustu ár mótast af hárri glæpatíðni og skapað krefjandi verkefni fyrir yfirvöld. Rætt er við tvo heimamenn sem hafa upplifað borgina á ólíkan hátt, annar með áherslu á tækifærin, hinn skort á tækifærum. Þátturinn var unninn við upphaf árs 2017. Umsjón: Svavar Jónatansson.

Om Podcasten

Hvað skilgreinir borg og hvernig er saga hennar rituð? Borgarmyndir vefa saman fortíð, samtíð og framtíð borga og gerist þarmeð þáttakandi í að skrásetja söguna. Með frásögnum íbúa, gesta og sagnfræðinnar fær hlustandinn að kynnast borgum víðs vegar um heim frá ólíkum sjónarhornum. Umsjón hefur Svavar Jónatansson.