Tuscon Arizona
Í suðurhluta Arizona í Bandaríkjunum er borgin Tucson, með um 500.000 íbúa sem margir hverjir yfirgefa borgina þegar hiti sumarsins verður mikill. Fjallað verður um vísindatilraun norðan við borgina, sögu háskóla borgarinnar, bókahátíð, bændamarkað og veðreiðar auk þess sem rætt er við íbúa um ýmsa anga borgarinnar. Þátturinn var tekinn upp í mars 2017. Umsjón: Svavar Jónatansson.