Zürich í Sviss

Í þessum þætti af Borgarmyndum fáum við innsýn í listaheim Zürich borgar í samtölum við áhrifafólk úr uppboðsbransanum og hóp ungra kvenna í gallerísbransanum. Sömuleiðis verður rætt við nokkra nemendur úr tveimur helstu háskólum borgarinnar, varpað ljósi á íhaldsamari fortíð siðaskiptanna sem og vandamál Zürich tengt almenningsgarði á 9 og 10 áratug síðustu aldar. Þátturinn er frumfluttur, en var tekinn upp í desember árið 2018. Umsjón: Svavar Jónatansson.

Om Podcasten

Hvað skilgreinir borg og hvernig er saga hennar rituð? Borgarmyndir vefa saman fortíð, samtíð og framtíð borga og gerist þarmeð þáttakandi í að skrásetja söguna. Með frásögnum íbúa, gesta og sagnfræðinnar fær hlustandinn að kynnast borgum víðs vegar um heim frá ólíkum sjónarhornum. Umsjón hefur Svavar Jónatansson.