Zürich í Sviss
Í þessum þætti af Borgarmyndum fáum við innsýn í listaheim Zürich borgar í samtölum við áhrifafólk úr uppboðsbransanum og hóp ungra kvenna í gallerísbransanum. Sömuleiðis verður rætt við nokkra nemendur úr tveimur helstu háskólum borgarinnar, varpað ljósi á íhaldsamari fortíð siðaskiptanna sem og vandamál Zürich tengt almenningsgarði á 9 og 10 áratug síðustu aldar. Þátturinn er frumfluttur, en var tekinn upp í desember árið 2018. Umsjón: Svavar Jónatansson.