#10 Andri & Ólafía x Immortal
Andri og Ólafía eru eigendur tattoo stofunar Immortal. Immortal er svolítið sér á báti hérlendis hvað varðar allt ferlið sem fylgir því að fá sér húðflúr. Þau leggja mikið upp úr því að upplifunin allt frá byrjun og til enda sé ánægjuleg, viðskiptavinurinn fær verk sem skapað er frá grunni og umhverfið er þess eðlis að upplifunin verður sjálfkrafa jákvæð. Eins og þau segja sjálf þá eru þau alveg svart og hvítt. Andri sér um allt sem tengist rekstrinum og Ólafía fær að njóta þess að vera listamaðurinn sem hún er. Þetta endurspeglast klárlega í því hversu faglegur reksturinn er. Ef einhver heldur að tattoo búllur séu allar sveittar og staðsettar niður við höfn ættu að kynna sér starfsemina á Immortal. Mér fannst stofan fáranlega spennandi í undirbúningnum fyrir spjallið okkar góða og álit mitt á henni hækkaðu 100 falt eftir að hafa rætt hlutina í tæpa 2 tíma. Auk þess eru þau bæði algert topp fólk, metnaðarfull og vita klárlega hvernig þau vilja koma listini frá sér!