#6 Finnbogi & Jón x Une Misère

Finnboga og Jón þekki ég úr Íslensku þungarokks senunni. Þeir eru meðlimir í hljómsveitinni Une Misère sem hefur heldur betur látið til sín taka á seinustu tveimur árum. Þeir hafa verið iðnir á þessum tíma og spilað á stórum hátíðum bæði innanlands og erlendis. Bandið er stórhuga og með skýra sýn á hvað það vill ná fram og afreka í náinni framtíð. Upphafið, tour-life, heilbrigður lífstíll, þungarokk í nútíma samfélagi, fortíðin, hip hop og tónleikar í portinu á Prikinu er aðeins hluti af því sem við töluðum um. Finnbogi & Jón eru næstu gestir mínir í Börkurinn Hlaðvarp.

Om Podcasten

Áhugavert fólk, áhugaverðar sögur.