S04E05 - Fyrsti í jólabjórum og hungangsflugan.
Í ár ætla strákarnir nú ekki alveg að missa sig í jólabjórunum eins og síðast en ætla að smakka allskonar sem þeim finnst skemmtilegt. Hér er farið aðeins yfir jólabjóramarkaðinn, Ora Jólabjórinn smakkaður ásamt HóHóHó tunnuþroskuðum stout frá Ægisgarði. Þá er Hampbjór frá Svaneke brugghúsinu í Borgundarhólmi. En strákarnir kíktu líka í heimsókn í Öldur Mjaðargerð og rifja upp viðtalið sem þeir tóku þar. Þar opnaði Sigurjón Friðrik Garðarsson augu BruggVarpsins fyrir leyndardómum mjaðarins.