S3E12 - Ó blessuð sértu sveitin mín Ölvísholt

Í þessum þætti bregða strákarnir undir sig betri fætinum og fara upp fyrir Elliðaárnar.  Stefnan var tekin á Ölvísholt þar sem að hún Ásta Ósk Hlöðversdóttir ræður ríkjum. Þar var ekki í kot vísað og sagði Ásta strákunum upp og ofan af starfseminni Ölvísholti, hvernig hún fór í brugg, allt á meðan hún bruggði bjór. Í þessum þætti var smakkað: Skjálfti Freyja Wit bjór Freyja Bláberja Wit Rauðvínstunnuþroskuð Jóra, imperial stout Hvítvínstunnuþroskaður Skaði Laufey – sambrugg kvenna í bjórgerð Hercule Peru og engifer skyrsúr

Om Podcasten

BruggVarpið er hlaðvarpsþáttur í umsjón Stefáns Pálssonar og Höskuldar Sæmundssonar. Báðir eru þeir áhugamenn um bjór, hafa skrifað bók um bjór, drukkið bjór í meira magni en þeir kjósa að viðurkenna og hafa talað um bjór í áratug að minnsta kosti, hvor um sig.