S3E14 - Snemmbúið sumar eða síðbúið Eurovision... þáttur um allskonar.

Sumarið er handan hornsins og í stað sólar virðist það koma með vefverslanir og óáfenga bjóra. Hér er farið yfir ýmislegt, byrjað á óáfengum bjórum og svo færa strákarnir sig út um allt borðið. Löng umræða um vefverslanir í áfengi, smá spjall um bjórhátíðir og sitthvað fleira. Hér er smakkað: Ylfa, Óáfengur bjór frá Borg Brugghúsi Kjartan, Kombucha frá Borg Brugghúsi Lady Brewery Dream Baby Dream NEIPA Lady Brewery Dr. Schepsky's Passion Fruit Sour frá Ægi Brugghúsi Co&Co Kókos Imperial Stout frá Reykjavík Brewing

Om Podcasten

BruggVarpið er hlaðvarpsþáttur í umsjón Stefáns Pálssonar og Höskuldar Sæmundssonar. Báðir eru þeir áhugamenn um bjór, hafa skrifað bók um bjór, drukkið bjór í meira magni en þeir kjósa að viðurkenna og hafa talað um bjór í áratug að minnsta kosti, hvor um sig.