S4E06 - Annar í jólum
Hér er dottinn annar þátturinn sem gengur meira og minna útá jólabjór. Strákarnir fara í „djúpa“ greiningu á jólabjóramarkaðinum og kasta fram sleggjudómum eins og þeim einum er lagið. Staðsetningar nýrra Vínbúða og þróun stór-Hlemmsvæðisins rædd. Í þessum þætti var smakkað: Hátíð í bæ frá Múla Litla Brugghúsið jóla hvað? Haltá jólaketti frá Smiðjunni Vík Vetrarævintýri IPA frá OG natura Anchor Merry Christmas